Fer 3 km í maraþoninu

15.08.2012 - 17:08
Mynd með færslu
Ragnar Emil Hallgrímsson, fimm ára drengur með alvarlegan taugahrörnunarsjúkdóm, hyggst fara þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.

Ragnar mun fara vegalengdina í hundrað kílóa kerru tengdur við öndurvél og hóstavél með hjálp aðstoðarmanns en hann tekur þátt til styrktar NPA Miðstöðinni.

Markmið hennar er að allir fatlaðir einstaklingar eigi kost á að njóta notendastýrðar persónulegrar þjónustu, sem skipulögð af notendanum og miðar að því að hann eigi kost á að taka fullan þátt í þjóðfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Systkyni Ragnars og móður hlaupa með honum.