Félagsmenn VR samþykkja kjarasamning

24.02.2016 - 14:12
Mynd með færslu
 Mynd: FA  -  RÚV
Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða, eða tæp 92 prósentum. Atkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu.

294 sögðu já. Nei sögðu 25 eða tæp átta prósent félagsmanna.

Alls greiddi 321 atkvæði, eða rúm 19 prósent félagsmanna á kjörskrá. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV