Félagsdómur: Boðað verkfall ólöglegt

25.03.2015 - 17:10
Mynd með færslu
Tæknimenn á RÚV í Rafiðnaðarsambandinu fara í verkfall í þriðjudag ef af verður  Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir  -  RÚV
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall rúmlega 50 tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sé ólöglegt. Það átti að hefjast í fyrramálið.

Samningafundi Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara lauk laust eftir klukkan fimm. Rafiðnaðarsambandið krefst þess að Samtök atvinnulífsins, sem hafa samningsumboðið fyrir hönd RÚV, geri sérkjarasamning við tæknimennina. Því hefur SA neitað og kærði verkfallsboðunina til Félagsdóms, sem kvað upp sinn úrskurð rétt fyrir klukkan fimm.

Nýtt samningstilboð kom frá RÚV í dag þess efnis að hluti samnings verði sérstaklega við RÚV. Samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins hyggst fara yfir tilboðið í dag og á morgun en nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni kl. 10 á föstudagsmorgun.

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV