Fallegur og sólríkur dagur víða í dag

18.02.2016 - 06:31
Íbúðahverfi í Reykjavík að vetri til, séð úr lofti.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Dagurinn verður víða sólríkur og fallegur í dag en norðanlands má búast við stöku éljum í fyrstu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og í kvöld.

Gengur í stífa suðaustan átt með snjókomu eða slyddu í kvöld og nótt, fyrst suðvestantil á landinu, en snýst síðan í heldur hægari suðvestan átt með éljum seint í nótt og á morgun.

Annað kvöld er búist við aukinni ofankomu fyrir norðan með vaxandi norðaustan átt. Um helgina verður norðaustan áttin búin að ná sér á vel strik með hvössum vindi og kólnandi vindi. Nær samfelld snjókoma fyrir norðan, en sunnantil á landinu verður lengst af þurrt og bjart.  

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV