Fær tvo sólarhringa til að mynda stjórn

19.06.2017 - 20:40
epa06029941 French Prime Minister Edouard Philippe (C) meets with children during a campaign meeting with French former bullfighter Marie Sara (2-R), candidate for 'La Republique En Marche' (LREM, The Republic Onwards) party in the 2nd district
 Mynd: EPA
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fól í kvöld Edouard Philippe, núverandi forsætisráðherra, að mynda nýja ríkisstjórn landsins.

Flokkur Macrons, Republice en Marche, vann stórsigur í frönsku þingkosningunum um helgina og flokkurinn fékk því umboð til stjórnarmyndunar. Kosningabandalag Macrons hefur þingmeirihluta og því ólíklegt að stjórnarmyndun verði tímafrek, en Philippe fær tvo sólarhringa til að mynda starfhæfa stjórn. Macron skipaði Philippe sem forsætisráðherra í maí og ákvörðunin kemur því ekki á óvart. Macron hefur boðað ýmsar breytingar, meðal annars á verkamannalögum og lífeyris- og atvinnuleysisbótakerfinu.