Facebook aðstoðar fólk í sjálfsvígshættu

19.02.2016 - 10:24
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Facebook hefur innleitt nýja valmöguleika fyrir breska notendur til að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Rannsóknir hafa sýnt að margir í sjálfsvígshugleiðingum tjái sig um þjáningar sínar á samfélagsmiðlum. Facebook ákvað því að hefja samstarf við Samaritans, eða Samverjana, sem eru bresk góðgerðarsamtök og sérhæfa sig í að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu.

Þeir Bretar sem verða varir við að Facebook vinir þeirra séu langt niðri munu framvegis geta gert sjálfboðaliðum viðvart í gegnum samskiptasíðuna. Viðkomandi fær þá einkaskilaboð þar sem boðin er fram aðstoð. Reynist þessi viðbót vel er mögulegt að svipuðu kerfi verði komið á í öðrum löndum.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV