Fabius ætlar að hætta

10.02.2016 - 11:02
epa05139664 French Foreign Minister Laurent Fabius attends a meeting in Rome, Italy, 02 February 2016. Some 23 countries that are part of the US-led coalition against Islamic State are meeting in Rome to review progress in Syria and Iraq, and amid
Laurent Fabius.  Mynd: EPA  -  ANSA
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, staðfesti í morgun að hann ætlaði að láta af embætti.

Fréttastofan AFP segir að lengi hafi verið á kreiki orðrómur um að Fabius ætlaði að hætta, en talið sé að hann ætli að hefja störf við stjórnlagadómstól Frakklands. Þegar ráðherrann hafi mætt til ríkisstjórnarfundar í morgun hafi fréttamenn spurt hvort þetta yrði síðasti fundurinn og hafi hann svarað því játandi. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV