Eygló þurfti að fylgjast með á Skype

18.01.2016 - 07:58
Íþróttamaður ársins 2015, sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, kom aftur til Íslands um miðja viku eftir æfingaferð í karabíska hafinu. Þar þurfti Eygló að beita krókaleiðum til fylgjast með sjónvarpsútsendingunni þegar opinberað var að hún væri íþróttamaður ársins.

Eygló ásamt fleirum úr afrekshópi Sundsambandsins var við æfingar á Guadaloupe í karabíska hafinu og missti því af stóru stundinni í Hörpu.

„Ég þurfti að horfa á þetta í gegnum Skype. Þannig ég sá þetta mjög óljóst. En ég heyrði allt. Það vissi enginn af þeim sem voru þarna með mér úti að ég yrði útnefnd íþróttamaður ársins, nema Jacky [Pellerin þjálfari]. Þannig ég beið og beið eftir því að þessu yrði ljóstrað upp í beinu útsendingunni,“ sagði Eygló.

Eygló beið spennt eftir viðbrögðum vina sinna í kringum sig, en hún ræðir það nánar í myndskeiðinu sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður