Everton með yfirhöndina gegn City

06.01.2016 - 23:31
epa04895078 Everton's Romelu Lukaku (R) in action with Manchester City's Aleksandar Kolarov (L) during the English Premier League soccer match between Everton and Manchester City at Goodison Park, Liverpool, Britain, 23 August 2015.  EPA/PETER
Romelu Lukaku skoraði sigurmark Everton í kvöld.  Mynd: EPA
Everton er í ágætri stöðu eftir 2-1 sigur gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Ramiro Funes Mori kom Everton yfir með marki á síðustu andartökum fyrri hálfleiks og heimamenn í góðri stöðu. Jesus Navas jafnaði hins vegar metin fyrir City á 76. mínútu eftir góða sókn.

Skömmu síðar náði Everton aftur forystunni og var þar að verki Romelu Lukaku sem hefur verið magnaður í liði Everton á leiktíðinni.

Seinni leikur liðanna fer fram síðar í janúar og þá verður leikið á heimavelli City.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður