Erill hjá sjúkraflutningamönnum í nótt

23.01.2016 - 07:15
íslenskur sjúkrabíll.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Sjúkraflutningamenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í nótt að sögn varðstjóra. Bilun í sneiðmyndatæki á Landspítalanum í Fossvogi jók enn á álagið, en flutningur sjúklinga frá Fossvogi til Landspítalans á Hringbraut var um þriðjungur allra ferða í nótt. Ekki er von á varahlutum í tækið í Fossvogi fyrr en í fyrsta lagi á mánudag.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV