Erdoğan segir konur fyrst og fremst vera mæður

08.03.2016 - 15:21
epa05166998 A handout picture provided by the Turkish President's Press Office on 17 February 2016 shows Turkish President Recep Tayyip Erdogan speaking on various topics during a meeting with representatives of local authorities at the Presidential
 Mynd: EPA  -  TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, vakti reiði með ræðu sem hann flutti í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hann sagði að hlutverk kvenna væri fyrst og fremst að vera mæður. Erdoğan er þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á hlutverkum kynjanna og hefur meðal annars fordæmt getnaðarvarnir sem landráð og hvatt konur til að eignast minnst þrjú börn.

Í ræðunni í dag viðurkenndi hann að sennilega myndi hann reita marga til reiði með ummælum sínum. Hann væri hins vegar þeirrar skoðunar að kapítalisminn hefði hneppt útivinnandi konur í þrælahald á kostnað fjölskyldunnar og þær ættu fyrst og fremst að huga að barneignum. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV