EODM sneri aftur til Parísar

Erlent
 · 
Evrópa
 · 
Hryðjuverk í París
 · 
Tónlist
Frontman of California, USA, rock band Eagles of Death Metal, Jesse Hughes holds a T-shirt with slogan, "I really wanna'be in Paris" as the rock band performs Tuesday Feb. 16, 2016, at the Olympia concert hall in Paris, France.  The band
 Mynd: AP  -  Le Parisien

EODM sneri aftur til Parísar

Erlent
 · 
Evrópa
 · 
Hryðjuverk í París
 · 
Tónlist
17.02.2016 - 01:54.Róbert Jóhannsson
Bandaríska rokkhljómsveitin Eagles of Death Metal steig aftur á svið í París í kvöld, þremur mánuðum eftir skotárás hryðjuverkamanna þar sem 90 létust. Hundruð eftirlifenda og fjölskyldur fórnarlamba komu saman til þess að hlýða á tilfinningaþrungna rokktónleika hljómsveitarinnar, sem hafði lofað því að koma sem allra fyrst og ljúka tónleikunum sem þeir hófu í nóvember.

Vefsíða breska dagblaðsins Guardian hermir að hljómsveitarmeðlimir hafi átt í erfiðleikum með að hemja tárin. Sálfræðingar voru til taks fyrir áhorfendur ef þeir þyrftu á að halda. Jesse Hughes, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar sagði borgina sitja uppi með sig, hann væri orðinn Parísarbúi. Tónleikarnir hófust á mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna.

 

Hljómsveitin gerði sitt besta til þess að veita tónleikagestum gleði með hljómum sínum, eins og hún hafði lofað eftir hryðjuverkin í nóvember, en tilfinningarnar báru meðlimi hennar oft ofurliði. Guardian hefur eftir einum tónleikagesta að hann hafi farið á tónleikana til þess að leita lokunar. Hann hafi verið hræddur um að sorg og drungi myndi ríkja yfir tónleikunum en svo hafi ekki verið. Þetta hafi verið erfitt, en um leið notalegt.

Tengdar fréttir

Tónlist

Söngvari EODM um árásina í Bataclan