Enn lokað á Hellisheiði

12.01.2016 - 02:12
Mynd með færslu
Hellisheiði um vetur. Mynd úr safni.  Mynd: RÚV
Hellisheiði og Þrengslum var lokað í nótt vegna ófærðar. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi var ekkert ferðaveður í umdæminu og ófært innanbæjar á Selfossi og víðar í þéttbýli sunnanlands. Um tíu leytið í morgun miðaði mokstri vel á Suðurlandi og helstu leiðir óðum að opnast.

 

Uppfært klukkan 9:57

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV