Enn lækkar í Kauphöll

15.01.2016 - 17:56
Mynd með færslu
Húsnæði Kauphallar Íslands.  Mynd: Ja.is  -  Skjáskot
Skörp lækkun varð á gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands eftir hádegi í dag. Úrvalsvísitalan féll samtals um 2,7% í dag en hún féll um 3,3% í gær. Hún hækkaði mjög á síðasta ári - um 43% yfir árið. Ekkert félag sem skráð var í Kauphöll Íslands, lækkaði í verði í fyrra.

Mest lækkuðu bréf í Icelandair Group eða um 3,7%. Þá lækkuðu bréf í N1, Símanum, Marel, Eimskip og fleiri félögum um 2-3%.

Titringur hefur verið á fjármálamörkuðum í gær og í dag. Í dag lækkaði hlutabréfaverð beggja vegna Atlantshafs. Þýska Dax-vísitalan lækkað um rúm 3% og svipuð lækkun varð í kauphöllinni í Mílanó. Fyrr í dag lækkaði RTS-vísitalan í Moskvu um rúmlega 5% og í fyrstu viðskiptum í New York lækkaði Dow Jones-vísitalan um rúm 2%, sömu sögu er af segja af Nasdaq og S&P 500.