Enn bilar sneiðmyndatæki í Fossvogi

03.02.2016 - 00:45
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Ríflega helmingur ferða sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld var vegna bilunar í tölvusneiðmyndatæki Landspítalans í Fossvogi. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem sneiðmyndatækið bilar.

Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku og þurfa á sneiðmyndatöku að halda eru nú fluttir frá Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut. Það eykur álag á sjúkraflutninga. Ríflega helmingur þeirra tuttugu ferða sem sjúkraflutningamenn fóru í kvöld var vegna bilunarinnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Tækið í Fossvogi ætti að komast í lag á morgun, að sögn Jóns Baldvins Halldórssonar upplýsingafulltrúa Landspítalans í samtali við mbl.is. Hann segir þó reynsluna sýna að það verði ekki varanleg lausn. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV