Enn bíðum við eftir svarinu – einsmellur

18.03.2016 - 14:51
Árið 1985 kom ung og óþekkt hljómsveit fram í söfnunarskemmtiþættinum Rauðu fjöðrinni á RÚV. Hljómsveitin hét Cosa Nostra og söng þar og lék lagið um Rauðu fjöðrina. Þarna kvað við nýjan tón í íslenskri tónlist, léttpoppað tölvudiskó. Hljómsveitina Cosa Nostra skipuðu Ólöf Sigurðardóttir sem söng, Pétur Hallgrímsson lék á gítar, Guðmundur Sveinbjörnsson spilaði á hljómborð og hljómsveitarstjóri og helsti trommuheilinn á bak við hljómsveitina var Máni Svavarsson.

 

Máni settist með Dodda litla og ræddi Cosa Nostra-ævintýrið og nokkur önnur Mána-ævintýri, einnig var Pétur Hallgrímsson á línunni.

Einsmellurinn sem um ræðir er hið ódauðlega, Waiting for an Answer.

Hér fyrir neðan má sjá hið stórkostlega myndband lagsins.

Með því að smella á myndina hér fyrir ofan má heyra þáttinn.

  • Uppfært.

Í upphafi viðtalsins við Mána er talað um hljómsveitina DRON sem vann fyrstu Músik tilraunir Tónabæjar og spilað lag í framhaldi sem átti að vera með þeirri ágætu sveit.

Svo er víst ekki, lagið var fengið að láni á fésbókarsíðu hljómsveitarninnar en lagið Sadó Masó er með hljómsveitinni Hyskinu sem varð til eftir að DRON lagði upp laupa. Biðst ég velvirðingar á því.

Doddi

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Doddi  -  RUV