Enn bætist í undirskriftir hjá Kára

12.02.2016 - 18:15
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: rúv
68.363 höfðu rétt fyrir fréttir kl. 18 skrifað undir kröfu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til stjórnvalda um að ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu verði varið til heilbrigðiskerfisins.

Þá munar 1274 undirskriftum á að hún slái út aðra fjölmennustu undirskriftasöfnun landsins, sem var gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar árið 2013.

Fjölmennasta undirskriftasöfnunin er gegn beitingu breska ríkisins á hryðjuverkalögum gegn Íslandi árið 2008.  83.353 skrifuðu þar undir.

 Kári hefur sagt að hann hyggist halda undirskriftasöfnuninni opinni út vikuna.  Hann hefur sagst stefna á að 75 þúsund manns skrifi undir.  

 

 

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV