Engan Valentínusardag í Pakistan

13.02.2016 - 14:24
Erlent · Asía · Pakistan · Mannlíf
epa05157873 A man waits for customers as he put gifts on sale for Valentines Day, in Peshawar, Pakistan, 13 February 2016. Valentines Day is considered to be un-Islamic in Pakistan.  EPA/ARSHAD ARBAB
Margir Pakistanar taka Valentínusardaginn hátíðlega.  Mynd: EPA
Mamnoon Hussein, forseti Pakistans, mælir eindregið gegn því að landsmenn haldi upp á Valentínusardaginn á morgun. Hann sagði, þegar hann ávarpaði stúdentasamkomu í Islamabad, að siðurinn væri óíslamskur, vestrænn og ætti ekkert skylt við pakistanska menningu eða gildi. Það kynni ekki góðri lukku að stýra að apa eftir vestrænum siðum í blindni. Slíkt væri niðurlæging við menningu þjóðarinnar og gæti leitt til alls kyns vandamála.

 

Pakistanska lögreglan ætlar ekki að aðhafast, þótt einhverjir kunni að falla í þá freistni á morgun að halda upp á Valentínusardaginn með súkkulaðigjöfum eða slíku. Ekkert í löggjöf landsins banni slíkt.