Endurvekja útdauða risaskjaldböku

14.09.2017 - 01:17
This Aug. 30, 2015 photo released by Galapagos National Park shows a new species of tortoise on Santa Cruz Island, Galapagos Islands, Ecuador. The national park said in a statement on Tuesday, Oct. 20, 2015 that the discovery of the species brings to 15
Risaskjaldbaka á Galapagos eyjum.  Mynd: AP  -  Galapagos National Park
Yfirvöld í þjóðgarðinum á Galapagos eyjum ætla að rækta tegund risaskjaldbaka sem talið er að hafi dáið út fyrir um 150 árum. Erfðarannsóknir sýna að skjaldbökutegundir sem voru uppgötvaðar síðastliðinn áratug deila svipuðu erfðamengi og þær sem á að rækta.

Tegundin sem um ræðir er af ætt Galapagos risaskjaldbaka. Hún hélt til á Floreana eyju, þar sem ræktunarferlið fer fram. Tegundinni var útrýmt af hvalveiðimönnum sem sóttu þær sér til matar. Síðan hafa fundist fleiri tegundir á Isabela eyju sem svipar til tegundarinnar sem dó út. Ræktunin á að fjölga skjaldbökum á Floreana eyju sem verða mjög líkar útdauðu tegundinni erfðafræðilega séð, að sögn Washington Tapia, yfirmanns verkefnisins. 
Alls verða 32 skjaldbökutegundir notaðar til verkefnisins, þar á meðan 19 sem rekja má til tegundarinnar sem á að endurvekja.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV