Endurgera álfastein

Höfuðborgarsvæðið
 · 
Landinn
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni

Endurgera álfastein

Höfuðborgarsvæðið
 · 
Landinn
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
20.03.2017 - 09:40.Gísli Einarsson.Landinn
„Þetta er eins nákvæm endurgerð og mögulegt er. Við mótum hverja misfellu í steininum í steipu og málum svo skófir og öll slík smáatriði,“ segir Þórarin Blöndal, myndlistarmaður, en hann hefur ásamt fleiri starfsmönnum Verkstæðisins í Mosfellsbæ unnið siðustu mánuði að gerð eftirlíkingar af hinum þekkta álfasteini, Grásteini, sem stendur við Grafarholt.

Steinninn er gerður úr frauðplasti og steypu og vegur ríflega tonn. Honum hefur nú verið komið fyrir í betri stofu Icelandair í Leifsstöð.

Landinn leit inn á Verkstæðið. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.