Endeavour komin á áfangastað

Flokkar: Erlent
Endeavour á leiðinnni /AFP


  • Prenta
  • Senda frétt

Bandaríska geimferjan Endeavour komst loks í kvöld á áfangastaðinn vísindasafn í Los Angeles þar sem hún verður eftirleiðis til sýnis.

Geimferjan var flutt flugleiðis til alþjóðaflugvallarins í Los Angeles í síðasta mánuði. Það tók svo þrjá daga að flytja geimferjuna innan við 20 kílómetra leið í gegnum borgina. Gera varð ítrekað hlé á ferðalaginu vegna bygginga, raflína og trjáa sem sneiða varð hjá og sums staðar munaði aðeins fáeinum sentimetrum. Áður var búið að fella um 400 tré meðfram akstursleiðinni.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku