EM: Spánverjar komnir í undanúrslit

12.09.2017 - 18:03
epa06200267 Spain's Marc Gasol reacts (L) with teammates during the EuroBasket 2017 Quarter Final match between Germany and Spain in Istanbul, Turkey, 12 September 2017.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Með sigrinum á Þjóðverjum urðu Spánverjar fyrsta liðið til að bóka farseðilinn í undanúrslit á Evrópumótinu í körfuknattleik. Lokatölur 84-72 og því ljóst að Spánn mætir Slóveníu eða Lettlandi í undanúrslitum. Þau mætast klukkan 18:30 og er leikurinn sýndur beint á RÚV2.

Jafn fyrri hálfleikur - Ójafn síðari hálfleikur

Leikurinn í dag var jafn og spennandi - allt fram í miðjan þriðja leikhluta þar að segja. Þjóðverjar byrjuðu betur og voru þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Staðan þá 19-16 Þjóðverjum í vil. Spánverjar tóku sig saman í andlitinu og komu til baka í öðrum leikhluta. Þeir leiddu svo með einu stigi í hálfleik.

Þriðji leikhluti var æsispennandi framan af og um miðbik leikhlustans voru Þjóðverjar yfir með þremur stigum. Þá var komið að þætti Marc Gasol í leiknum en hann tók leikinn hreinlega yfir og fór á kostum á þeim fjórum mínútum sem voru eftir af leikhlutanum. Á þessum fjórum mínútum skoraði Gasol 16 stig. Staðan var því 65-53 þegar flautað var til loka þriðja leikhluta og ljóst að Þjóðverjar áttu á brattann að sækja í fjórða leikhluta.

Spánverjar skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta en þeir höfðu aðeins skorað 34 stig í öllum fyrri hálfleik leiksins. Þó svo að þeir hafi eingöngu skorað 19 stig í fjórða leikhluta þá héldu þeir Þjóðverjum einnig í 19 stigum. Lokatölur leiksins því 84-72 Spáni í vil.

epa06200440 Spain's players celebrate after the EuroBasket 2017 Quarter Final match between Germany and Spain in Istanbul, Turkey, 12 September 2017.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA

Marc Gasol var skiljanlega stigahæstur í spænska liðinu með 28 stig en hann tók einnig tíu fráköst. Bróðir hans, Pau, var aðeins rólegri en hann skoraði samt sem áður 19 stig og tók fjögur fráköst. Ricky Rubio skoraði aðeins tvö stig í dag en hann gaf átta stoðsendingar.

Hjá Þjóðverjum gerði Dennis Schroder sitt besta til að halda Þjóðverjum inn í leiknum en hann skoraði 27 stig og gaf átta stoðsendingar. Daniel Theis bætti við 15 stigum ásamt því að taka fjögur fráköst en það hreinlega var ekki nóg í dag.

epa06200426 Germany's Dennis Schroder reacts during the EuroBasket 2017 Quarter Final match between Germany and Spain in Istanbul, Turkey, 12 September 2017.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður