EM í körfu: Serbar mæta Rússum í undanúrslitum

13.09.2017 - 20:27
epa06202934 Italy's Luigi Datome (L) in action against Serbia's Boban Marjanovic (R) during the EuroBasket 2017 Quarter Final match between Italy and Serbia, in Istanbul, Turkey 13 September 2017.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Eftir síðasta leik 8-liða úrslita Evrópumótsins í körfuknattleik er ljóst að það verður Serbía sem mætir Rússlandi í undanúrslitum þann 15. september. Lokatölur í kvöld 83-67 Serbum í vil.

Ítalir byrjuðu leikinn ágætlega og virtist stefna í hörkuleik framan af. Eftir fyrsta leikhluta var Serbía aðeins með einst stigs forystu. Í öðrum leikhluta skiptu Serbarnir hins vegar um gír á meðan Ítalía komst engan veginn í takt við leikinn. Serbía vann annan leikhluta með tíu stigum og munurinn var því 11 stig þegar flautað var til hálfleiks.

Ítalir komu sterkir út í síðari hálfleikinn en Serbarnir pössuðu sig að hleypa Ítölum aldrei of nálgæt sér en þegar fjórði leikhluti hófst var ennþá 11 stiga munur á liðunum. Í fjórða leikhluta sögðu Serbarnir hingað og ekki lengra en þeir pökkuðu Ítölunum hreinlega saman. Lokatölur 83-67 og því ljóst að Serbía mætir Rússlandi í undanúrslitum.

Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbum með 22 stig. Hjá Ítalíu var Marco Belinelli með 18 stig.

epa06202872 Serbia's Milan Macvan reacts during the EuroBasket 2017 Quarter Final match between Italy and Serbia, in Istanbul, Turkey 13 September 2017.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður