EM í beinni: Slóvenía - Lettland

12.09.2017 - 18:18
Klukkan 18:30 mætast Slóvenía og Lettland í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í körfuknattleik en liðið sem fer með sigur af hólmi mætir Spánverjum í undanúrslitum.

Bæði lið hafa á að skipa frábærum leikmönnum og má reikna með að frammistaða Kristaps Porzingis hjá Lettum eða Goran Dragic hjá Slóvenum skeri úr um hvort liðið fer áfram.

Leikinn má sjá í beinu streymi í spilaranum hér að ofan eða á RÚV2.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður