Elísabet og Guðbergur tilnefnd

03.03.2016 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðbergur Bergsson og Elísabet Jökulsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu.

Guðbergur er tilnefndur fyrir bókina Þrír sneru aftur. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014.

Elísabet er tilnefnd fyrir ljóðabókina Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett. Bókin fékk Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna.

Hér er hægt að horfa á viðtal við Elísabetu um bókina, í Kiljunni á RÚV.
Hér er hægt að horfa á viðtal við Guðberg um bókina, í Kiljunni á RÚV.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV