Elín Anna: Getum strítt öllum

20.02.2016 - 19:44
„Það er mjög svekkandi að leikurinn hafi farið svona. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir - Hafnarfjarðarslagurinn. Við vorum inni í leiknum allan tímann þó við hefðum misst þær nokkrum sinnum aðeins frá okkur,“ sagði Elín Anna Baldursdóttir sem var markahæst í liði FH með níu mörk í grátlegu tapi liðsins gegn Haukum í dag.

Í myndskeiðinu hér að ofan heyra í Elín Önnu og einnig Óskari Ármannssyni þjálfara Hauka sem var allt annað en sáttur með leik liðs Hauka þrátt fyrir sigur. Elín var hins vegar ánægð með spilamennsku FH í leiknum en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi á leiktíðinni.

„Við höfum verið svolítið sveiflukenndar og t.d. unnið Val og erum hættulegar þegar við mætum rétt til leiks. Þá getum við strítt öllum liðunum í deildinni en getum svo líka tapað fyrir öllum,“ sagði Elín Anna.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður