Eldurinn við Grettisgötu slökktur

08.03.2016 - 05:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu í gærkvöld. Fjórir slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi til þess að dæla vatni úr kjallara hússins og fylgjast með því hvort kvikni í glæðum sem enn kunna að vera inni.

Engir slökkviliðsmenn voru sendir inn í húsið. Það er byggt úr strengjasteypu og því mikil hætta á að það hrynji. Mikill viðbúnaður var í gærkvöld, götum í nágrenninu var lokað og íbúar við Grettisgötu ákváðu margir hverjir að flýja íbúðir sínar vegna sterkrar gúmmílyktar.