Eldur kviknaði í sorpþjöppu Trump turnsins

18.02.2016 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd: TonyTheTiger  -  Wikimedia Commons
Eldur kviknaði í sorpþjöppu á fimmtugustu hæð Trump turnsins í Chicago á fjórða tímanum að íslenskum tíma. Nýjustu fregnir herma að enginn hafi slasast, enn sé þó verið að ganga á milli hæða og herbergja til að tryggja að svo sé.

Slökkviliðsmenn segjast hafa ráðið að niðurlögum eldsins. Turninn var byggður af auðkýfingnum Donald Trump, sem nú sækist eftir tilnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins og hefur þó nokkuð forskot samkvæmt flestum könnunum. Upptök eldsins eru enn ókunn.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV