Eldur í steikingarolíugeymi í Fredericia

03.02.2016 - 23:47
Erlent · Danmörk · Evrópa
Slökkvibíll í Bergstaðastræti
 Mynd: Hallgrímur Indriðason  -  RÚV
Íbúar í grennd við höfnina í Fredericia á Jótlandi hafa verið fluttir á brott vegna eldsvoða í olíugeymi. Að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins er í geyminum pálmaolía sem notuð er til steikingar. Mikil sprengihætta stafar af eldinum. Íbúar við átta götur hafa verið fluttir á brott og komið fyrir í íþróttahöll í bænum. Reyk frá eldinum leggur á haf út.

Allir vegir sem liggja að Fredericia eru lokaðir og stórt svæði hefur verið girt af í kringum geyminn. 

Hér að neðan má sjá myndband sem birtist á Facebook síðu danska ríkisútvarpsins.

Så voldsom er branden på havnen i Fredericia

Se hvor voldsom branden i Fredericia er. Flere tanke med palmeolie brænder, og politiet ved endnu ikke, hvornår de kan få bugt med flammerne. Læs mere her: http://www.dr.dk/nyheder/indland/fredericia-politi-vi-har-en-tidshorisont-paa-halve-og-hele-dage Video: Thomas Devantier

Posted by DR Nyheder on 3. febrúar 2016
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV