Eldur í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík

20.01.2016 - 00:48
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Tunguháls í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Kallað var eftir aðstoð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem sendi einn bíl á vettvang. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins tók stutta stund að slökkva eldinn en talsverður tími fór í að reykræsta húsnæðið. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu á húsnæðinu að svo stöddu.

Maður var handtekinn vegna brunans, en hann var á vettvangi þegar lögregla kom og var að hennar sögn í annarlegu ástandi.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV