Eldur í gistiheimili fyrir flóttafólk

21.02.2016 - 15:20
epa05173640 A general view of the burnt roof of a planned refugee home in Bautzen, Germany, 21 February 2016. The building was last used as a hotel and was being reconstructed. According to first reports no one was injured during the blaze.  EPA/CHRISTIAN
 Mynd: EPA  -  DPA
Gistiheimili sem til stóð að nýta til að hýsa hælisleitendur, skemmdist illa í eldi í nótt. Talið er að kveikt hafi verið í. Gistiheimilið er í bænum Bautzen, í Suðaustur-Þýskalandi. Enginn var í húsinu þegar kviknaði í. Til stóð að fyrstu hælisleitendur fengju þar húsaskjól í mars. Alls átti gistiheimilið að hýsa 300 manns. Óljóst er hvaða áhrif bruninn hefur á þau áform. Þakið er nær gjörónýtt auk þess sem skemmdir urðu á húsnæðnu vegna vatns sem notað var við slökkvistarfið.

Lögregla rannsakar nú málið. Fréttavefur Der Spiegel hefur eftir lögreglu að fólk sem fylgdist með brunanum hafi látið í ljós mikla gleði. Ráðherrar í þýsku ríkisstjórninni hafa fordæmt fagnaðarlætin.