Eldur í fjölbýlishúsi í Vestmannaeyjum

21.02.2016 - 06:29
Mynd með færslu
Myndir af vettvangi.  Mynd: Sighvatur Jónsson - RÚV  -  Sighvatur Jónsson / RÚV
Slökkvilið var kallað að íbúð í fjölbýlishúsi í Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í morgun. Um 20 slökkviliðsmenn mættu á staðinn, tveir slökkviliðsbílar, sjúkrabíll og lögregla.

Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom og íbúar hússins komnir út. Reykræsting tók um hálftíma að sögn Gústafs Gústafssonar varðstjóra slökkviliðsins í Vestmannaeyjum. Hann segir íbúðina mikið skemmda, mest í eldhúsi, þar sem grunur leikur að eldurinn hafi kviknað.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV