Eldur í eldisstöð

13.08.2017 - 15:57
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Eldur kviknaði í seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði í dag. Starfsmenn eldisstöðvarinnar urðu varir við mikinn reyk og kölluðu eftir aðstoð slökkviliðs sem kom frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Eldurinn kviknaði í rafmagnsbúnaði og náði að læsa sig í veggi og loft þar sem hann kom upp.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, segir að snarræði slökkviliðsmanna frá Tálknafirði hafi orðið til þess að ekki varð mikið tjón í eldinum. Þeir voru fljótir á staðinn og náðu að slökkva eldinn. Nú er unnið að reykræstingu. Engum varð meint af.
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV