Eldfjallakóði Kötlu færður á grænt

04.10.2016 - 18:42
Innlent · Katla
Mynd með færslu
Veðurstofan hefur fært eldfjallakóða Kötlu af gulum yfir á grænan lit. Það þýðir að virkni eldfjalls er með rólegu móti.

Veðurstofan gefur út kort til flugmanna vegna flugs yfir eldstöðvum, og var Katla færð á gulan lit þegar jarðskjálftahrinan hófst fyrir helgi.

Í athugasemd veðurfræðings sem rituð er í dag segir að það hafi verið rólegt yfir Kötlu síðan á laugardag og að þessari hrinu virðist lokið. Af þeim sökum hafi eldfjallakóði Kötlu verið færður af gulu yfir á grænt. Veðurstofan muni þó áfram fylgjast vel með.

Jón Þór Víglundsson
Fréttastofa RÚV