Ekki vanmeta upplifun fegurðar í landslagi

02.03.2016 - 16:19
Hvernig er hægt að leggja mat á fagurfræðilega og tilfinningalega upplifun okkar af landslagi? Skiptir það máli við ákvörðun um vernd eða nýtingu náttúrunnar? Guðbjörg R Jóhannesdóttir aðjúnkt við Listaháskóla Íslands kannaði þetta í doktorsritgerð sinni: Íslenskt landslag: fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og -nýtingu.

Fagurfræðileg upplifun fólks af landslagi og þau tengsl við náttúruna sem verða til við slíka upplifun eru vanmetin segir Guðbjörg. 
Þessi gildi hafa ekki verið til staðar í ákvarðanatöku því sú hugmynd að gildi landslags byggi á huglægri upplifun veldur erfiðleikum í kerfum sem byggjast á því að það sé hægt að mæla allt og setja í línurit. 

Hún segir þó að viðhorfin séu að breytast, þaðsé ekki lengur tabú að tala um þessi gildi.

Rætt er við Guðbjörgu í Samfélaginu í dag.

Mynd með færslu
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður
Samfélagið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi