Ekki Íslendingur heldur Íri

20.03.2016 - 12:10
epa05220146 Turkish policemen stand in a cordon off street after a suicide bomb attack at Istiklal Street in Istanbul, Turkey, 19 March 2016. According to media reports, two people have died and seven injured in the suicide bomb in Istiklal Street, a main
 Mynd: EPA
Tyrknesk stjórnvöld hafa nú staðfest að það var ekki íslenskur ríkisborgari sem slasaðist í sprenguárásinni í Istanbúl í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Sá sem talinn var Íslendingur reyndist vera írskur ríkisborgari.

 Tyrknesk yfirvöld fullyrtu í gær að Íslendingur væri á meðal þeirra 24 erlendu ríkisborgara sem særðust í sprengjuárásinni í miðborg Istanbúl í gærmorgun. Fjórir erlendir ríkisborgarar létu lífið í árásinni auk árásarmannsins. Alls særðust 39 í árásinni.

Tyrkneska lögreglan segir að búið sé að bera kennsl á árásarmanninn. Hann hafi heitið Mehmet Öztürk, og grunur leiki á að hann hafi tengsl við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Faðir Öztürks og bróðir hans eru í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar.