Ekkert staðfesti að Íslendingur hafi særst

19.03.2016 - 19:21
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um sjö leytið í kvöld þar sem áréttað er að enn hafi ekkert komið fram sem staðfesti að Íslendingur hafi orðið fyrir árásinni í Istanbul.

Ráðuneytið hafi fengið þær upplýsingar frá tyrkneskum stjórnvöldum að Íslendingur hafi orðið fyrir árásinni, en við eftirgrennslanir borgaraþjónustu ráðuneytisins og ræðismanns Íslands hafi ekkert komið fram sem staðfesti að Íslendingur hafi orðið fyrir árásinni. Borgarþjónustan haldi áfram að afla staðfestinga á fregnunum.