Eitthvað á stærð við alheiminn - Jón Kalman

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Eitthvað á stærð við alheiminn - Jón Kalman

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
04.01.2016 - 13:52.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Bók fyrstu viku ársins er skáldsagan Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson. Sunnudaginn, 3. janúar kl. 10:15 ræddi Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur við þau Sölva Björn Sigurðsson rithöfund og Katrínu Jakobsdóttur alþingismann, sem bæði eru bókmenntafræðingar.

Eitthvað á stærð við alheiminn er sjálfstætt framhald af bókinni Fiskarnir hafa enga fætur sem kom út árið 2013. Upphaflega átti bókin um Ara og félaga hans frá bernsku og inn í fullorðinsár sem og forfeður hans og þó fyrst og fremst formóður austur á Norfirði að vera ein bók. Fljótlega varð þó ljóst að Íslandssögunni í skurðpunkti tveggja þorpa austast og vestast í pólitíkinni en líka á landakorti Íslands dugði ekki ein bók. Um hríð var meira að segja útlit fyrir að bækurnar yrðu þrjár. „En ég slapp með tvær“, eins og höfundurinn segir hér í viðtali. Jafnframt má hér hlusta á Jón Kalman lesa tvö brot úr bókinni og gerist annað þeirra suður með sjó en hitt austur á Norðfirði.