Einum af leiðtogum Baska sleppt úr fangelsi

01.03.2016 - 20:10
Erlent · Evrópa · Spánn · Stjórnmál
epa05188404 Leader of the Abertsale Basque separatist party Sortu, Arnaldo Otegi (C), speaks to supporters after his releasing from the prison of Logrono, in the province of La Rioja, Spain, 01 March 2016. Otegi left the prison after serving a six-and-a
Arnaldo Otegi með stuðningsmönnum sínum í dag.  Mynd: EPA  -  EFE
Arnaldo Otegi, einn af leiðtogum sjálfstæðishreyfingar Baska á Spáni, var látinn laus úr fangelsi í dag.

Stuðningsmenn Otegis söfnuðust saman utan við fangelsið í morgun og var honum vel fagnað. Otegi afplánaði sex og hálfs árs dóm fyrir að reyna að endurvekja Batasuna flokkinn sem var bannaður 2003 vegna tengsla við aðskilnaðar- og ógnarverkasamtökin ETA. Þau börðust fyrir sjálfstæði Baska. Hann sagði í morgun að fólk væri í fangelsi fyrir pólitískar sakir þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda um hið gagnstæða.

 

Mynd með færslu
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV