Einstakar myndir af áður óséðum kolkrabba

06.03.2016 - 06:22
Myndir náðust af litlum, nánast gegnsæum, kolkrabba djúpt ofan í hafinu nærri Havaíeyjum. Vísindamenn telja nánast öruggt að um áður óséða kolkrabbategund sé að ræða. Hann fannst á um fjögurra kílómetra dýpi í könnunarleiðangri Haffræðistofnun Bandaríkjanna, NOAA. Kolkrabbinn hefur fengið viðurnefnið Casper í höfuðið á draugnum vinalega. Kolkrabbinn er án ugga og hefur þannig kolkrabbi aldrei fundist á jafnmiklu dýpi.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV