Eins og að ganga á fjall

04.01.2016 - 14:01
Segir Ingibjörg Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu um að hætta að reykja. Mestu máli skipti að undarbúa sig vel, hafa markmiðið á hreinu og segja við sjálfan sig,"ég ætla að ná á toppinn".

Það er dýrt að reykja

Það kostar tæpar 40 þúsund krónur að reykja pakka á dag. Ef sambýlisfólk reykir bæði, gefur auga leið að þetta er afskaplega dýrt og full ástæða til að verðlauna sig og leggja fyrir og gera eitthvað skemmtilegra fyrir peninginn. Sömuleiðis er gott að taka út nokkrar sígarettur á dag, og nota þau lyf sem eru í boði, það auki líkur á að ná tökum á verkefninu. Rætt var við Ingibjörgu Stefánsdóttur í Mannlega þættinum.

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi