Einn látinn eftir lyfjaprófun í Frakklandi

17.01.2016 - 15:14
epa05103214 Exterior view of the Biotral laboratory in Rennes, France, 15 January 2016. The laboratory was testing an oral medication on healthy volunteers when they fell ill, prompting the drug-testing company to suspend the trial. France's health
Biotrial-fyrirtækið í Rennes.  Mynd: EPA  -  MAXPPP / OUEST FRANCE
Maður, sem úrskurðaður hafði verið heiladauður eftir lyfjaprófun í Rennes í Frakklandi fyrir nokkrum dögum, lést í dag. Sjúkrahúsyfirvöld í Rennes greindu frá þessu.

Maðurinn var einn 90 sjálfboðaliða sem tóku þátt í verkefninu. Fimm aðrir veiktust. Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu segir að líðan þeirra sé stöðug. Haft var eftir sérfræðingi í fyrradag að þrír þeirra kynnu að hafa orðið fyrir heilaskaða. Embætti saksóknara í París hefur hafið rannsókn á málinu.

Fram kemur á vef tímaritsins Science að lyfjaprófunin hafi verið gerð hjá fyrirtækinu Biotrial sem sinnt hafi fjölda slíkra verkefna frá 1989. Viðkomandi lyf hafi verið þróað hjá portúgalska lyfjafyrirtækinu Bial.