Einn féll og 10 særðust í skothríð í Palestínu

epaselect epa05181882 Israeli army soldiers aim their weapons at Palestinians during a demonstration at Kiryat Arba settlement near the West Bank City of Hebron, 26 February 2016. Supported by Israeli peace activists, Palestinians held another annual
 Mynd: EPA
Einn Palestínumaður féll og 10 særðust í skothríð ísraelskra her- og lögreglumanna í Qalandiya-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum, steinsnar frá Jerúsalemborg. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn greindu frá þessu í morgun. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar segir að harkaleg átök hafi brotist út eftir að tveir ísraelskir hermenn óku jeppa sínum inn í flóttamannabúðirnar fyrir mistök.

Atvik af þessu tagi hafa verið tíð á Vesturbakkanum, í Gaza og Ísrael allar götur frá því í október síðastliðnum. Ísraelskir her- og lögreglumenn hafa skotið 178 Palestínumenn til bana á þessum tíma, en 28 Ísraelar hafa fallið og þrír af öðru þjóðerni.