Einn af stofnendum The Eagles fallinn frá

18.01.2016 - 23:30
epa05109653 A file picture dated 13 July 2001 shows The US band 'The Eagles' with Glenn Frey on the guitar perform on their European tour at the Hallenstadion in Zurich, Switzerland. Glenn Frey has died at age 67, according to media reports on
 Mynd: EPA  -  KEYSTONE FILE
Bandaríski tónlistarmaðurinn Glenn Frey, einn af stofnendum kántrírokksveitarinnar The Eagles lést í dag. Félagi hans í hljómsveitinni, Don Henley, greindi frá þessu í kvöld. Á vef hljómsveitarinnar kemur fram að Frey hafi verið haldinn liðagigt og magabólgum og verið með lungnabólgu.

Glenn Frey og Don Henley, ásamt tveimur félögum sínum, stofnuðu The Eagles í Los Angeles árið 1971. Uphaflega voru þeir undirleikarar hjá söngkonunni Lindu Ronsstadt en fljótlega fór hljómsveitin að láta til sín taka í eigin nafni. Segja má að hún hafi verið ein vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna á áttunda áratug síðustu aldar og rutt brautina við að blanda saman rokki og kántrítónlist.
Auk þess að leika á gítar, píanó og önnur hljómborð með The Eagles söng Glenn Frey nokkur af þekktustu lögum hljómsveitarinnar, svo sem Take It Easy, Tequila Sunrise, Lyin' Eyes, New Kid In Town og Heartache Tonight.

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV