Einar: Síðast þegar ég vissi þá eru þrjú skref

26.02.2016 - 22:00
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins gegn Gróttu í kvöld þar sem síðarnefnda liðið fór með sigur af hólmi í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins.

Einar var harðorður í viðtali við RÚV við leikinn og sagði það m.a. fáránlegt að Færeyingurinn Eydun Samuelsen skyldi dæma leikinn. „Síðast þegar ég vissi þá eru þrjú skref í handbolta. Það er erfitt að spila vörn í 60 mínútur ef annar hver leikmaður fær að hlaupa með boltann án þess varla að stinga niður. Dómgæslan var léleg en við áttum að gera miklu betur,“ sagði Einar.

„Það var engin markvarsla, því miður og vorum að fara mjög illa með upplögð marktækifæri í upphafi seinni hálfleiks. Við reyndum og spiluðum mjög vel á köflum.“

Nánar má heyra í Einari í myndbandinu hér að ofan.