Eina nothæfa fingrafarið af vísifingri Olsens

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson  -  RÚV
Eina nothæfa fingrafarið á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur samsvaraði vísifingri hægri handar á Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir morðið á henni. Þetta sagði Finn Omholt-Jensen, fingrafarasérfræðingur hjá norsku rannsóknarlögreglunni við aðalmeðferð málsins í dag. Íslenskur fingrafarasérfræðingur sem rannsakaði fingraförin taldi fingrafarið ekki hæft til samanburðar en norsku sérfræðingarnir voru á annarri skoðun. Meðal annars eftir að hafa fengið nýtt fingrafarasýni tekið af Thomasi.

Omholt-Jensen lýsti því að þrír íslenskir lögreglumenn hefðu komið til Noregs með gögn úr málinu. Þau voru meðal annars ökuskírteini Birnu og ljósmyndir af fingrafari. 

Þrír norskir sérfræðingar sem skoðuðu fingrafar Olsens voru allir sammála um að fingrafarið væri af Thomasi. Hann sagði norsku sérfræðingana ekki þurfa ákveðið mörg einkenni til að staðhæfa um fingrafarið, eins og Íslendingarnir. Þeir hafi sínar eigin aðferðir þar sem leitað sé að sérkennum. Hann sagðia ð þeir hefðu fundið tólf til fimmtán sérkenni á fingrafari Thomasar. Þeir hafi ekki fundið neitt sem gæti útilokað að fingrafarið væri af honum.

Omholdt-Jensen sagðist hafa beðið um að fá annað fingrafar af Olsen. „Ég vildi fá eins gott og skýrt fingrafar af honum og hugsast gat.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:48.