Eiður Smári ætlar að njóta tímans í Noregi

16.03.2016 - 14:23
„Hæ. Ég heiti Eiður Smári Guðjohnsen. Nú er ég kominn til Molde undir lok ferilsins. Til að njóta þess að spila fótbolta,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen þar sem hann stendur við sjóinn í Molde í Noregi í innslagi norska ríkissjónvarpsins, NRK, um Eið Smára og komu hans í norska fótboltans, sem virðist vekja mikla athygli.

Í innslaginu talar Eiður Smári um hvernig sé að vera kominn til Noregs, um ferilinn sinn hingað til og kröfurnar sem voru snemma gerðar til hans og samanburðinn við pabba hans, Arnór Guðjohnsen.

Ísland getur komist upp úr riðlinum á EM

Í innslaginu er líka rætt við liðsfélaga Eiðs í Molde og farið yfir möguleika Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. „Ef Leicester City gæti unnið ensku úrvalsdeildina, af hverju ættum við ekki að geta komist áfram upp úr riðlinum okkar á EM,“ er meðal þess sem Eiður veltir fyrir sér um möguleika Íslands á EM.

Innslag NRK um Eið Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður