Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir

Bókmenntir
 · 
Ég man þig
 · 
Yrsa Sigurðardóttir
 · 
Bók vikunnar

Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir

Bókmenntir
 · 
Ég man þig
 · 
Yrsa Sigurðardóttir
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
01.09.2017 - 14:36.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Dvöl á Hesteyri var kveikjan að því að Yrsa Sigurðardóttir sagði tímabundið skilið við söguhetju sína, lögfræðinginn Þóru, og lagði til atlögu við hryllingssögu. Úr varð skáldsagan Ég man þig sem er fyrsta bók vikunnar þetta haustið. Umsjónarmaður þáttarins, sunnudaginn 3. september, er Auður Aðalsteinsdóttir sem fær til sín bókmenntafræðingana Ástu Gísladóttur og Björn Þór Vilhjálmsson.

Hér má hlusta á viðtal við Yrsu Sigurðardóttur auk þess sem hún les upphaf sögunnar, Ég man þig, annars vegar og brot úr 10. kafla hennar hins vegar þar sem geðlæknirinn Freyr situr að næturlagi og íhugar tengsl milli skemmdarverka sem unnin hafa verið í leikskólanum á Ísafirði og sambærilegs máls í barnaskólanum fimmtíu árum fyrr og hvernig í ósköpunum þessi mál tengist hverfi sonar hans, sem aldrei fannst og leiddi til skipborts hjónabands hans og eiginkonunnar, Söru.  

Ég man þig kom fyrst út árið 2010 og hefur verið endruútgefin fimm sinnum síðan, nú síðast fyrr á þessu ári þegar kvikmynd byggð á bókinni var frumsýnd.

Sagan gerist annars vegar á Hesteyri og hins vegar á Ísafirði. Á Ísafirði hafa skemmdarverk verið unnin á leikskólanum og eru líkindi vegsumerkjanna sláandi með skemmdarverkum sem höfðu verið unnin á barnaskóla staðarins fimmtíu árum fyrr. Lögreglan rannsakar málið og fær til liðs við sig einn af læknum sjúkrahússins. Ástæða þess að Freyr, sem er geðlæknir, hefur sest að á Ísafirði er sú að hjónaband hans í Reykjavík hefur beðið skipbrot í kjölfar þess að einkasonur hans hverfur og finnst ekki. á sér fortíð sem hann reynir að finna sátt við. Ung hjón frá Reykjavík hafa svo ásamt vinkonu sinni látið setja sig af í eyðiþorpinu Hesteyri í Jökulfjörðum til þess að vinna að fyrstu endrubótum á húsi sem þau hafa fest kaup á. Fljótlega kemur svo í ljós að það eru fleiri sem dvelja á Hesteyri þetta haustið og spurning hverjir af þessum hópi öllum eigi afturkvæmt til líflegri byggða.

Ég man þig er sjötta skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur fyrir fullorðna en áður hafði hún skrifað barnabækur við góðan orðstýr. Fyrstu fimm skáldsögur Yrsu voru hreinræktaðar glæpasögur þar sem lögfræðingurinn Þóra tókst á við margvísleg glæpamál. Með bókinni Ég man þig sló Yrsa nýjan tón og gerði tilraun til að flétta saman hrollvekju og sakamálasögu.

Auður Aðalsteinsdóttir ræddi við Ástu Gísladóttur og Björn Þór Vilhjálmsson um Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur, í Bók vikunnar á Rás 1.