Efnasprenging og eiturský í Brasilíu

15.01.2016 - 01:25
epa05102320 A general view over the port on a giant cloud of smoke billowing in Guaruja, near Santos, Sao Paulo, Brazil, 14 January 2016. According to reports, the smoke was caused by a chemical reaction of Dichloroisocyanuric acid in contact with water
 Mynd: EPA  -  EFE
Gríðarlegt eiturský stígur upp af vörugeymslu við stærstu höfn Brasilíu, Santos, eftir að mikil sprenging varð í gámum sem innihéldu klórsýru og sterk sótthreinsiefni. Bæði slökkviliðsmenn og eigendur vörugeymslunnar telja að regnvatn hafi komist í gámana og valdið efnahvörfum með þessum afleiðingum. Búið er að rýma gámahöfnina og nokkur íbúðarhús í nágrenninu og íbúar nærliggjandi hverfa eru hvattir til að halda sig innandyra.

Talin er nokkur hætta á að regnúðinn næst vörugeymslunni geti verið nógu mengaður til að undan svíði, en loftmengunin er þó enn hættulegri og nokkuð er um að fólk hafi verið flutt á sjúkrahús vegna öndunarörðugleika.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV