Efast um fréttir af dauða Baghdadis

epa04973404 (FILE) An undated file image of a frame from video released by the Islamic State (IS) purportedly shows the caliph of the self-proclaimed Islamic State, Abu Bakr al-Baghdadi, giving a speech in an unknown location. Iraqi military on 11 October
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins.  Mynd: EPA  -  EPA FILE/ISLAMIC STATE
Bandarískir herforingjar hafa engar upplýsingar fengið til að staðfesta það hvort Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkið, sé lífs eða liðinn. Voice of America greinir frá þessu á vef sínum.

Fullyrt var um helgina að sýrlenska ríkissjónvarpið hefði staðhæft það Baghdadi hefði fallið í loftárás, en sérfræðingar víða um heim hafa lýst yfir efasemdum um það. 

Voice of America bendir á að því hafi nokkrum sinnum verið haldið fram að Baghdadi hafi fallið eða særst, en þær fregnir hafi ekki verið á rökum reistar.